Gulahund Yellowdog er annt um alla viðkvæma hunda
Sumir hundar þurfa meira svigrúm
Ef þú sérð hund með gulan borða eða slaufu á taumnum eða á hundinum, er þetta hundur sem þarf meira svigrúm. Vinsamlegast gakktu ekki til hundsins eða eiganda hans. Guli liturinn táknar að hundurinn getur ekki verið mjög nálægt öðrum dýrum og/eða fólki. En hversu nálægt er of nálægt? Eingöngu hundurinn og eigandi hans vita það.
Það eru margar ástæður fyrir því að hundur gæti þurft meira svigrúm
- Hann gæti verið veikur.
- Hann gæti verið í þjálfun.
- Hann gæti haft slæma reynslu af öðrum hundum.
- Hann gæti verið að vinna úr hræðslu.
Það geta verið margar ólíkar ástæður fyrir því að hundar þurfi aðeins meira rými, svo sýnum tillitssemi og gefum þeim stærra svæði eða tíma til þess að færa sig.
Stutt og laggott – gul merking þýðir: Hundurinn þarf meira rými en
aðrir hundar.
Takk! Eigendur gulu hundanna þakka þér hjálpina og tillitssemina.
Þýtt af: Halldóra Lind Guðlaugsdóttir, halldora@hundamal.is
Með gula borðanum gefurðu fólki merki ÚR FJARLÆGÐ um að hundurinn þinn þurfi meira svigrúm en um leið veitirðu hundaeigendum og öðru fólki tíma til að viðhalda fjarlægðinni.
Gula merkingin er hugsuð sem tækifæri fyrir hundaeigendur til að gefa merki úr fjarlægð þegar hundar þeirra þarfnast aukins svigrúms. Á þann hátt aukast líkurnar á því að hægt sé að leysa þann vanda sem hundarnir glíma við og bæta lífsgæði þeirra.
Tilgangur verkefnisins er að:
- Auka möguleika hundaeigenda á að annast betur þá hunda sem eru á einhvern hátt viðkvæmir.
- Koma í veg fyrir ónauðsynlega árekstra og misskilning.
- Gefa bæði hundum og eigendum þeirra svigrúm eða pláss til þess að færa sig frá öðru fólki og dýrum.
- Fá tækifæri til að þjálfa hunda í rólegheitum og bæta þjálfunarferlið á þann hátt.
- Gera lífið auðveldara fyrir þá hunda sem þurfa meira svigrúm frá fólki eða dýrum, hvort sem um er að ræða styttri eða lengri tímabil.
- Það eru MARGAR ástæður fyrir því að sumir hundar þurfa meira svigrúm! Þeir geta verið veikir, slasaðir eða bara gamlir. Þeir geta verið hjá nýrri fjölskyldu eða hafa upplifað slæma lífsreynslu og þurft meiri fjarlægð til að aðlagast eða treysta nýjum aðstæðum. Tík gæti verið að lóða og sumir hundar bara verið við hversdagslega þjálfun.
Sýnilegt, auðvelt og ódýrt í notkun!
- Guli borðinn er sýnilegur úr fjarlægð.
- Allir eiga auðvelt með að nota hann.
- Ódýrt – Hægt er að finna eitthvað gult heima eða kaupa borða/efni og búa til.
- Merkingin skilst allstaðar í heiminum.
- Hægt er að nota borðann í lengri- eða skemmri tíma.
- Auðvelt er að setja borðann á og taka af.
- Jafnvel lítil börn eiga auðvelt með að læra hvað gulur borði merkir; „vinsamlegast haltu fjarlægð”!
- Getur ekki misskilist í þeim löndum sem nota gul vesti á vinnu- og aðstoðarhunda.
- Algengar hundavörur er þegar að finna í mismunandi litum og eru notaðar í öðrum tilgangi.
Af hverju ekki texti?
Ef hundar eru viðkvæmir ertu þegar of nálægt þeim ef þú getur lesið textann. Þess vegna er mikilvægt að fá upplýsingar um hvað gul merking þýðir.
Velkomin í verkefnið; Guli hundurinn
Loksins getur þú stutt viðkvæma hundinn þinn dags daglega í samfélagi með öðru fólki og dýrum.
Með gulum borða á taumnum eða hundinum sendir þú öðrum eigendum merki úr fjarlægð um að hundurinn þinn þurfi meira svigrúm frá fólki og/eða dýrum. Þannig getur fólk vikið eða gefið þér tíma til að víkja frá þeim. Það eru margar ástæður fyrir því að hundur gæti þurft meira svigrúm og getur varað í bæði stuttan og langan tíma. Jafnvel lítil börn skilja gulu merkinguna.
Viðkvæmir hundar þurfa þína aðstoð!
Við þurfum hjálp til þess að kynna hvað gula merkingin þýðir. Allir sem sem vilja hjálpa, bæði einstaklingar eða fyrirtæki er velkomið að kynna verkefnið. Vinsamlegast kíktu á: „Hvernig get ég sýnt stuðning” og sjáðu hvernig þú getur hjálpað.
Á þessari síðu getur þú fundið upplýsingar um verkefnið á nokkrum tungumálum, prentað út veggspjöld og dreift. Endilega finndu þá sem leiða verkefnið í þínu landi og „líkaðu við” síðurnar þeirra á facebook.
Fyrirfram þakkir fyrir stuðninginn!
Tilgangur með verkefninu, Guli hundurinn, er að ýta undir GÓÐA og ábyrga hundaeign.
Gula merkingin eykur möguleika hundaeigenda á að ýta undir vellíðan hundanna sinna með því að axla sjálfir ábyrgðina. Verkefnið gildir bæði fyrir hundaeigendur og aðra en eins og segir í upplýsingunum um verkefnið: Guli borðinn er til þess að gefa öðrum hundaeigendum og fólki merki úr fjarlægð um að hundur þurfi meira svigrúm eða tíma til að færa sig. Þess vegna er mikilvægt fyrir þig að segja fólki þar sem þú býrð frá merkingu gula borðans.
Ábyrgð hundaeigandans
Ábyrgð þín sem hundaeigandi er að lesa upplýsingarnar um Gula hundinn.
Þú þarft að vita hvernig og af hverju á að nota merkinguna áður en þú notar hana.
- EIns og kemur fram í verkefninu um Gula hundinn, skiptir það þig máli, sem hundaeiganda, að hafa þekkingu á lögum og reglum um hundahald í þínu landi eða bæjarfélagi. Meðal annars ertu sjálfur alltaf ábyrgur fyrir gjörðum hundsins þíns, með eða án gulu merkingarinnar og hvort sem fólk veit hvað guli borðinn þýðir eða ekki.
- Það er alltaf á þína ábyrgð að þjálfa hundinn þinn. Gula merkingin er til staðar til þess að hjálpa hundinum þínum að ná árangri og til að hjálpa þér í þjálfunarferlinu. Sumir hundar þurfa eingöngu að hafa merkinguna rétt á meðan þeir eru í þjálfun. Aðrir hundar gætu alltaf þurft á henni að halda vegna áfalla sem þeir hafa orðið fyrir og gerir þeim erfiðara að höndla ákveðna hluti það sem eftir er.
- Verkefni Gula hundsins stuðlar að því að allir hundar geti hitt aðra örugga og vinalega hunda. Það gæti gagnast þeim og hjálpað að eiga betra líf, en það er á ábyrgð eigenda að velja hvaða hundar henta þeirra hundi.
- Verkefnið er EKKI um eða fyrir árásargjarna hunda. Hundur sem bítur verður að vera með múl.
- EF HUNDUR BÍTUR GETUR ÞÚ EKKI SKIPT ÚT MÚL FYRIR GULA MERKINGU, hvort sem þú vilt nota gulu merkinguna eða ekki! Í sumum löndum eru því miður mjög ósanngjörn lög sem skylda sumar tegundir til þess að vera alltaf með munnkörfur þegar þeir eru úti.
- Ef hundurinn þinn er með hegðunarvandamál, Gulahunds verkefnið mælir með því að þú hafir fyrst samband við góðann dýralækni og athugir hvort hundurinn þinn sé heilbrigður. Svo skaltu hafa samband við góðann hundaþjálfara eða atferlisfræðing – sem er vottaður og hefur góðann skilning á hundaatferlisfræði. Með því að nota jákvæða styrkingu í þjálfun getur þú hjálpað hundinum þínum að öðlast betri lífsgæði, bæði hversdagslega og í annarskonar þjálfun.
Það sem árásargirni snýst um!
ALDREI á að refsa „árásargjörnum” hundi, viðbrögð hans versna við refsingu. Slæm lífsreynsla sem þú, annað fólk eða hundar geta valdið, eða stafa vegna veikinda, meiðsla sem geta sést eða verið falin og margt fleira getur valdið því að hundurinn þinn góli, gelti, glefsi og bíti.
Hundur sem er árásargjarn sýnir aðeins hvernig honum líður og líklegast er að hann sé HRÆDDUR og/eða ÓÖRUGGUR. Hundar þurfa SVIGRÚM eða FJARLÆGÐ frá því sem lætur þeim líða þannig, en líðanin veldur því að hundarnir finna þörf til að vernda sjálfan sig og það er á ábyrgð hundaeigandans að fjarlægja hundinn samstundis með góðu úr aðstæðunum. Það á við hvort sem það ert þú, önnur manneskja, dýr eða eitthvað annað sem valda þessarri vanlíðan.
Enginn hundur á skilið að vera hræddur eða óöruggur og er það ekki ósanngjarnt að refsa hundi sem er það?!
Vinsamlegast verið svo góð að hjálpa hundunum okkar, með því að veita þeim SVIGRÚM. Með því að gera það ertu einnig að auka lífsgæði þeirra.